Beint í efni

Síðustu forvöð að panta miða á árshátíðina!

28.03.2008

Hin veglega árshátíð Landssambands kúabænda verður haldinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 5. apríl 2008. Hátíðin hefst kl.19.15 með fordrykk. Borðhald hefst síðan kl. 20.00. Miðaverð er aðeins kr. 4.900.

 Veislustjóri verður hinn lífsglaði Sunnlendingur Hjörtur Benediktsson. Fjölbreytt skemmtiatriði undir borðhaldi en hin fjölhæfa hljómsveit Pass mun síðan leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

 

Fjölmennum og gerum okkur virkilega glaðan dag áður en vorverkin hellast yfir okkur.

   

Miða og herbergjapantanir eru í síma 480 2500, hjá Hótel Selfoss.  Vinsamlegast pantið fyrir 3.apríl.

 

            Skemmtinefndin.