Síðustu forvöð að panta miða á árshátíðina!
22.03.2010
Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu laugardagskvöldið 27. mars. Húsið opnar kl. 19.
Matseðill:
Forréttur: Humarsúpa með gulrótarkúmen
flani og passion froðu
Aðalréttur: Nautalund og uxahali með
lagskiptum kartöflum,
sveppamauki og madeirasósu
Eftirréttur: Ferskir ávextir með
ástríðuávaxta kremi og
krókant
Veislustjóri er Jónas Þór Jóhannsson.
Hljómsveitin Nefndin spilar fyrir dansi fram eftir nóttu.
Miðapantanir eru gerðar í síma 563 0300. Miðaverð er 7.000 kr.
Herbergjapantanir eru í síma 525 9900.
Kúabændur fjölmennið!
Árshátíðarnefnd LK.