Beint í efni

Síðustu forvöð að panta miða á árshátíðina!

14.03.2011

Nú vara að verða síðustu forvöð að panta miða á árshátíð Landssambands kúabænda, sem verður haldin í Sjallanum laugardagskvöldið 26. mars n.k. Miðapantanir eru í síma 460 4477, gisting á Hótel KEA í síma 460 2000.

Húsið opnar kl. 19.15 með fordrykk í boði Bústólpa ehf.

 

Veislustjórar verða þeir Oddur Bjarni Þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson

 

Forréttur: Humarsúpa Sjallans með mangókeim, rjómatoppi, svörtum sesam og ítalskt krydduðu brauði
Aðalréttur: Heilgrillað nautafillet í blóðbergshjúp með soð-bakaðri kartöflu, ristuðu grænmeti, salatblöndu og villisveppasósu
Eftirréttur: Heimagerð, hnausþykk súkkulaðikaka með ávaxtasalati, rjómatoppi og súkkulaðihjúp

 

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar spilar fyrir dansi fram eftir nóttu

 

Árshátíðarnefnd LK