Síðustu forvöð að panta miða á árshátíð LK!
18.03.2013
Nú fer hver að verða síðastur að panta miða á árshátíð Landssambands kúabænda, en frestur til þess rennur út á morgun, þriðjudaginn 19. mars kl. 16.00. Þá er gisting á Hótel Héraði upppöntuð, en árshátíðargestum býðst gisting í Hótel Valaskjálf fyrir 10.000 kr pr. nótt. Hægt er að panta miða og gistingu í síma 460 4477./BHB