
Síðasti haustfundur LK í dag
03.12.2016
Í dag, laugardaginn 3. desember, stendur LK fyrir síðasta haustfundi sínum þetta árið og verður fundurinn haldinn á Brunnhóli á Mýrum, Hornafirði. Fundurinn hefst kl. 12. Framsögumenn á fundinum eru þau Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK. Kúabændur og allt áhugafólk um málefni greinarinnar er hvatt til að mæta! /SS