Síðasta nautahlaupið í ár!
15.07.2010
Í gær fór fram síðasta nautahlaupið í Pamplona á Spáni í ár. Lauk þar með rúmlega viku löngum og árlegum hátíðarhöldum sem m.a. felast í þeirri undarlegu athöfn að hlaupa undan fullorðnum törfum eftir götum Pamplona. Á hverju ári eru áþekkar hátíðir haldnar víða um heim, en sú sem haldin er í Pamplona er sú þekktasta og koma þangað til hlaupanna tugþúsundir manna víða
úr heiminum.
Tilurð hlaupsins er talin mega rekja til nautgripareksturs fyrr á öldum, þegar nauðsynlegt var að reka stórar hjarðir í gegnum þorpin. Þá brugðu smalarnir á það ráð að espa hjörðina upp og með því gekk mun hraðar að hreinsa göturnar af nautgripum.
Í dag tekur meðal nautahlaup u.þ.b. 2,5 mínútur, en hlaupið er undan törfunum um hefðbundnar götur og stræti borga. Einhver áhöld eru um fjölda þeirra nauta sem hlaupið er undan og í sumum borgum skipta nautin tugum. Eitt er þó víst, eina „vopnið“ sem nota má til þess að verjast nauti er upprúllað dagblað. Má þannig nota blaðið til þess að draga athygli nautsins að öðru en t.d. viðkvæmum líkamspörtum!
Ávalt er það svo að slys verða á hlaupurum og þá hafa því miður orðið dauðsföll einnig, en frá 1954 hafa 15 látið lífið við þessa athöfn í Pamplona.