Beint í efni

Sex mánaða uppgjör Arla Foods afar gott

02.09.2010

Arla Foods, framleiðenda samvinnufélag danskra og sænskra kúabænda, skilaði góðri rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði þessa árs eða um 14,4 milljörðum króna í hagnað. Velta félagsins á þessum fyrstu mánuðum ársins nam um 490 milljörðum króna og er hagnaður þess því um 2,9% af veltu. Hið góða gengi félagsins má rekja til hárrar verðlagningar mjólkurvara á alþjóðamarkaði ásamt aðhaldssemi í rekstri. Til samanburðar má geta þess að árið 2009 var hagnaður Arla Foods fyrstu sex mánuðina um 5,4 milljarðar og veltan um 461 milljarður og var þá hagnaðurinn um 1,2% af veltunni. Stjórn félagsins hefur

sett það sem markmið að hagnaður nemi 2,5% af veltu, en áður var markmiðið að hagnaður væri 2% af veltu.

 

Vegna hins góða gengis hefur félagið getað greitt eigendum sínum, kúabændunum, hærra verð í ár en undanfarin ár en um þessar mundir fá bændurnir 2,37 danskar krónur fyrir lítrann eða um 49 íslenskar krónur.

 

Í hnotskurn:

  • Stærstu viðskiptalönd félagsins eru, auk Danmerkur og Svíþjóðar, Bretland, Rússland, Kína og Mið-Austurlöndin
  • Heildar innvigtun mjólkur hjá félaginu árið 2009 var 8,7 milljarðar lítra
  • 7.326 bændur eru eigendur félagsins
  • Veltan árið 2009 var 955 milljarðar íslenskra króna (46,2 milljarðar danskra króna)
  • Félagið greiðir eigendum sínum álagsgreiðslu sé hagnaður þess hærri en 2,5% af veltu. Greiðslan kemur eftirá og er greitt eftir innvigtunartölum mjólkur.