Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Setning Búnaðarþings: Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu

25.02.2016

Sunnudaginn 28. febrúar nk. verður haldin sannkölluð landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu á milli klukkan 11 og 17. Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í salnum Silfurbergi kl. 12.30 en yfir daginn verður nóg við að vera í Hörpunni.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni en ýmsir vel valdir listamenn koma þar fram. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað.

Bæði fyrir og eftir setningarathöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum.

Allir eru velkomnir á landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar.