
Setning Búnaðarþings 5. mars – skráning
22.02.2018
Búnaðarþing verður sett mánudagsmorguninn 5. mars í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. Dagskrá hefst kl. 10.30 og stendur til hádegis. Gestir eru vinsamlega beðnir að skrá þátttöku sína hér neðar á síðunni eða í síma 563-0300.
Dagskrá
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti.
Tónlistarmenn koma fram og landbúnaðarverðlaunin verða veitt. Fulltrúi gesta frá norrænum bændasamtökum flytur kveðju.
Setningarhátíð lýkur með staðgóðri hádegishressingu í boði íslenskra bænda.
Verið velkomin á setningu Búnaðarþings 2018.
/Bændasamtök Íslands