Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sérstök mjólk fyrir vannærð börn

27.09.2016

Afurðafélaginu Hanoi Milk, í Víetnam, hefur hlotnast sá heiður að fá sérstaka alþjóðlega viðurkenningu, Global Food Industry Award, fyrir mjólk sína IZZI sem er á margan hátt sérstök mjólk. Þessi mjólk er nefninlega sérstaklega framleidd og vítamínbætt með það að leiðarljósi að mjólkin uppfylli þarfir vannærðra barna í landinu. Mjólkin IZZI kom á markað árið 2013 og er fyrst og fremst seld í Víetnam.

 

Mjólk þessi inniheldur sérstakan sykur, palatinose, sem er tekinn hægar upp við meltingu en hefðbundinn sykur. Þá inniheldur mjólkin Synergi 1 sem er sagt hafa bætt áhrif á upptöku á kalki og steinefnum. Auk þess inniheldur IZZI mjólkin viðbætt járn og sink. IZZI mjólkin hefur náð afar góðri fótfestu í Víetnam og er talið að 10 milljón börn neyti hennar reglulega/SS.