
Sérstök mjólk fyrir vannærð börn
27.09.2016
Afurðafélaginu Hanoi Milk, í Víetnam, hefur hlotnast sá heiður að fá sérstaka alþjóðlega viðurkenningu, Global Food Industry Award, fyrir mjólk sína IZZI sem er á margan hátt sérstök mjólk. Þessi mjólk er nefninlega sérstaklega framleidd og vítamínbætt með það að leiðarljósi að mjólkin uppfylli þarfir vannærðra barna í landinu. Mjólkin IZZI kom á markað árið 2013 og er fyrst og fremst seld í Víetnam.
Mjólk þessi inniheldur sérstakan sykur, palatinose, sem er tekinn hægar upp við meltingu en hefðbundinn sykur. Þá inniheldur mjólkin Synergi 1 sem er sagt hafa bætt áhrif á upptöku á kalki og steinefnum. Auk þess inniheldur IZZI mjólkin viðbætt járn og sink. IZZI mjólkin hefur náð afar góðri fótfestu í Víetnam og er talið að 10 milljón börn neyti hennar reglulega/SS.