
Sérstaða íslensku kýrinnar staðfest enn frekar
03.01.2020

Egill Gautason, doktorsnemi, gaf nýverið út grein sína um skyldleika íslenskra kúa. Þetta eru fyrstu rannsóknarniðurstöður doktorsverkefnis hans, sem tengist erfðamengisúrvals-verkefni LK, og snýst um erfðamengjakynbætur íslenskra kúa og smárra mjólkurkúastofna. Fyrsti hluti verkefnisins er að gera grein fyrir skyldleika íslenskra kúa við önnur kúakyn, og kanna áhrif innflutnings á stofninn og stofnbyggingu.
Íslenska kýrin norræn en frábrugðin öðrum stofnum
„Niðurstöðurnar til norræns uppruna, og þá að sjálfsögðu líklegast frá Noregi, en þar sem arfgreiningar eru ekki til fyrir gömlu norsku landkynin, var ekki hægt að staðfesta það. Ég rannsakaði sérstaklega skyldleika við Bretlandseyjar, og það er ekkert sem bendir til skyldleika íslenskra kúa við bresk kyn. Íslenskar kýr tilheyra hópi norðurnorrænna kúakynja. Önnur kúakyn sem tilheyra þeim hópi eru meðal annars sænskar fjallakýr, finnsku landkynin Suomenkarja/Finncattle, og svartsíðóttar Þrænda og Norðlandskýr. Íslenska kýrin er eini stóri og óblandaði stofninn innan þessa hóps. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir, en nýrri rannsóknaraðferðir og betri gögn gera þessa niðurstöðu algjörlega óyggjandi“ segir Egill.
Ennfremur rennir rannsóknin stoðum undir erfðalega sérstöðu íslenskra kúa. Þó þeirra nánustu ættingjar séu til í norðurhluta Skandinavíu, þá er samsætutíðni verulega frábrugðin öllum þeim 28 kynjum sem voru til samanburðar. Verndargildi stofnsins er því ótvírætt mjög mikið.
Innflutningur ekki haft áhrif á stofninn
Handrit greinarinnar má nálgast með því að smella hér.