Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Serbar framleiða líka mjólk!

25.02.2012

Væntanlega kemur nú fáum á óvart að mjólkurframleiðsla sé stunduð í Serbíu en trúlega þekkja ekki margir Íslendingar til framleiðsluhátta þar í landi. Alls nemur ársframleiðsla mjólkur um 1.500 milljón lítrum og er 92% mjólkurinnar kúamjólk. Athyglisvert er að einungis um 52% er selt til stærri afurðastöðva en rétt tæplega helmingur fer til úrvinnslu í litlum afurðastöðvum víða um landið.

 

Upplýsingar um mjólkurframleiðslu Serbíu eru reyndar afar ónákvæmar og skýrsluhaldi þar stórlega ábótavant. Talið er að í landinu séu til um 220 þúsund bændur sem framleiða mjólk en meðalfjöldi kúa á hverju búi ekki nema 2,7 kýr og fjöldi kúa í landinu því um 602 þúsund. Afar fá bú eru með fleiri en 11 kýr, en talið er að þau séu ekki nema 0,7% af heildarfjölda búanna.

 

Íbúafjöldi landsins er um 7,1 milljón/SS.