Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Senda 5 þúsund kýr landleiðina til Síberíu

14.09.2017

Lokun rússneska markaðarins hefur ekki einungis komið illa við íslenska sauðfjárbændur og afurðastöðvar þeirra heldur hefur þessi lokun almennt leitt til mikilla vandræða útflutningsgreina í landbúnaði víða í Evrópu. Franska afurðafyrirtækið Danone lenti m.a. í þessu er markaðurinn lokaðist og stöðvaðist þar með leið fyrirtækisins með jógúrt inn á markaðinn í Rússlandi. Lengi vel var þó markaðinum í Rússlandi sinnt með því að gera samkomulag við rússneskar afurðastöðvar, sem hafa framleitt jógúrt í umboði Danone en stöðugt hækkandi afurðastöðvaverð hefur þrengt að þessari framleiðslu og ábatinn til Danone verið of lítill.

Til þess að leysa málið hafa nú forsvarsmenn fyrirtækisins sett í gang stórtæk áform en alls stendur til að flytja fimm þúsund mjólkurkýr til Síberíu, nánar tiltekið til bæjarins Tyumen þar sem hefja á framleiðslu á mjólk og jógurtvinnslu. Í Tyumen er gott aðgengi að gróffóðri og framleiðslukostnaður mjólkurinnar metinn það hagstæður að það borgar sig að standa í þessari umfangsmiklu aðgerð en kýrnar koma frá bæði Hollandi og Þýskalandi og þurfa því að leggja að baki um 4.500 km leið áður en þær komast á áfangastað.