Beint í efni

Seinkun á uppfærslu fyrir dkBúbót

17.03.2009

Unnið er að lagfæringu á villu í nýrri uppfærslu á dkBúbót fyrir skattframtal 2009 og því seinkar dreifingu á uppfærslunni. Vonast er til að það takist innan skamms. Tölvupóstur með slóð á uppfærslu verður sendur notendum um leið og hún er tilbúin. Þá fer uppfærslan jafnframt í skrifun á geisladiska og má búast við að hún berist notendum á geisladisk tveimur til þremur virkum dögum síðar.

Á meðan er rétt að vekja athygli á því að hægt er að sækja um frest á skilum framtals hér á vef Ríkisskattstjóra.

Einnig er vert að minna á að unnt sé að ljúka ársuppgjöri og afstemmingum öðrum en framtalsgerðinni sjálfri með þeirri uppfærslu sem kom í janúar. Framtalsleiðbeiningar síðasta árs eiga enn við og fyrir dkBúbót má finna þær á slóðinni: /Pages/713 og gátlista sem heppilegt er að hafa við höndina við uppgjörsgerð má finna á slóðinni: /Pages/712