Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sauðfjárbændur vilja að lágmarki 98 króna hækkun á kg

11.04.2008

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefur afgreitt tillögu um útgáfu viðmiðunarverðs á dilkakjöti fyrir árið 2008. Aðalfundurinn fól stjórn samtakanna að gefa sem fyrst út viðmiðunarverð, eins og henni er heimilt skv. lögum. Samkvæmt samþykktinni á viðmiðunarverðið að fela í sér að verð dilkakjöti til sauðfjárbænda hækki að lágmarki um 98 krónur á kíló miðað við vegið meðalverð ársins 2007. Það þýðir að vegið meðalverð á dilkakjöti innanlands þarf að fara upp í 461 kr. á kíló. Verð fyrir dilkakjöt til útflutnings þarf að sama skapi að fara upp í 335 kr. á kíló.

Í tillögunni segir jafnframt að kjöt af fullorðnum gripum þurfi a.m.k. að taka sömu hækkun hlutfallslega.

Rökin fyrir hækkuninni eru fyrst og fremst miklar aðfangahækkanir til bænda á undanförnum vikum og mánuðum.

/saudfe.is greindi frá.