Beint í efni

Samvinnufélagið Danish Crown í uppkaupum

12.01.2017

Danska samvinnufélagið Danish Crown tilkynnti í gær um uppkaup þess á þýska fyrirtækinu Teterower Fleisch en það er sérhæft í slátrun nautgripa og það fimmta stærsta í Þýskalandi. Þýska fyrirtækið hefur hingað til séð um slátrun á 110 þúsund nautgripum, veltir um 18 milljörðum íslenskra króna árlega og starfa þar 187 starfsmenn. Hingað til hefur fyrirtækið verið í einkaeigu en er s.s. nú komið inn undir væng Danish Crown.

Með uppkaupunum styrkir Danish Crown verulega stöðu sína á hinum norðurevrópska markaði og ef horft til sláturgetu félagsins nú á nautgripum, en félagið er einnig gríðarlega öflugt í svínaslátrun  og -vinnslu, þá ræður þetta eina samvinnufélag nú yfir slátrun á nærri 850 þúsund nautripum árlega í bæði Þýskalandi, Danmörku og Póllandi/SS.