Beint í efni

Samtök afurðastöðva með nýjan vef

05.03.2013

Á aðalfundi SAM síðastliðinn föstudag var nýr vefur samtakanna tekinn í notkun en heimasíða samtakanna hafði ekki verið uppfærð í all nokkurn tíma. Nýja vefsíðan er hönnuð af veffyrirtækinu Nepal, sem einnig hannaði vef Landssambands kúabænda. Skoða má hina nýju heimasíðu hér: www.sam.is

 

Á aðalfundinum komu fram margar áhugaverðar upplýsingar um rekstur síðasta árs hjá SAM en stór þáttur í rekstrinum er starf rannsóknastofunnar og að sjálfsögðu mjólkurgæðaráðgjöfin. Ársskýrsla samtakanna er aðgengileg á vefnum og þar má lesa nánar um einstaka þætti í rekstrinum. Með því að smella hér færist þú yfir á þá undirsíðu á vef SAM þar sem ársskýrsla síðasta ár er/SS.