Beint í efni

Samstarfssamningur Bústólpa og K2M um þjónustu á DeLaval mjaltabúnaði

19.05.2010

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Bústólpa ehf og K2M á Akureyri:

 

Fóðurblandan tók við aðalumboði fyrir DeLaval vörur í lok síðast árs og frá þeim tíma hefur Bústólpi komið inn sem söluaðili á rekstravörum og varahlutum fyrir mjaltakerfi á sínu starfssvæði. Fóðurblandan er þegar með einn starfsmann hér á svæðinu við þjónustu á mjaltaþjónum og mjáltakerfum.
K2M á Akureyri hafa einnig veitt slíka þjónustu, gert út viðgerðabíl og selt varahluti fyrir mjaltakerfi.

 

Til að tryggja hagkvæmni og betri og öruggari þjónustu við bændur á svæðinu hafa Bústólpi og K2M á Akureyri nú gert með sér samstarfssamning um þjónustu á DeLaval mjaltabúnaði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Bústólpi sem sölu- og umboðsaðili mun bjóða bændum á svæðinu að gera þjónustusamninga um viðhald á mjaltabúnaði. Slíkir samnningar fela í sér sérstök kjör á varahlutum og rekstrarvörum frá DeLaval ásamt viðgerðavinnu. K2M tekur að sér með samstarfssamningi við Bústólpa að framkvæma þjónustuskoðanir og sinna viðhaldi á mjaltakerfum fyrir Bústólpa. K2M hafa með góðum árangri sinnt þeirri vinnu um árabil og hafa á að skipa góðum manni til þeirra verka. Frá sama tíma hættir K2M sölu DeLaval varahluta og hefur Bústólpi keypt þeirra lager af þeim varahlutum. Sala K2M á varahlutum fyrir búvélar verður áfram að Gleráreyrum og viðgerðaþjónusta að Draupnisgötu 6.
Með þessu teljum við að við náum að þjónusta bændur betur og með hagkvæmari hætti.  Er það von okkar að bændur taki þessum breytingum vel.

Akureyri 19. maí 2010

 

Nánari upplýsingar veita:
Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa ehf í síma 460 3357 eða 893 9750
Kristján B. Jónsson, framkvæmdastjóri K2M ehf í síma 464 7906 eða 840 7906