Beint í efni

Samstarf um endurmenntun á fagsviðum Græna geirans

14.12.2022

Bændasamtök Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurlands, Garðyrkjuskólinn á Reykjum (Endurmenntun Græna geirans), hafa gert með sér samkomulag um fræðslu á sviði garðyrkju, umhverfismála og skógræktar. Endurmenntun Græna geirans heldur námskeið á ofangreindum fagsviðum í samstarfi við BÍ og deildir innan BÍ tengdar græna geiranum. Markmið fræðslunnar er að stuðla að sí- og endurmenntun bænda með námskeiðahaldi og fjölbreyttir fræðslu, bæði með stökum námskeiðum og námskeiðsröðum.