Beint í efni

Samstarf í Kína – samkeppni í Evrópu!

31.05.2013

Það getur verið erfitt og all flókið að átta sig á því hvernig markaðurinn þróast með mjólkurafurðir og sér í lagi þegar fréttir berast af samstarfi stærstu samkeppnisaðilanna á markaðinum! Í síðustu viku gerði Danone samstarfssamning við Mengniu, stærsta afurðafélag Kína, um risavaxnar fjárfestingar í Kína. Danone fjárfestir í Cofco, dótturfélagi Mengniu, fyrir rúma 50 milljarða íslenskra króna og kemst þannig um leið inn á risavaxinn jógúrtmarkað landsins, en Danone er fyrir afarsterkt á sviði jógurtsölu.

 

Fyrir nokkrum árum þurfti Danone að hverfa frá kínverska jógúrtmarkaðinum þar sem félagið náði ekki markaðsstöðu þar en í gegnum Cofco er aðgengið tryggt. Alls er ráðgert að jógúrt frá Cofco nái um 20% markaðshlutdeild og verður framleitt í 13 afurðastöðvum í Kína.

 

Eins og segir í fyrirsögninni er hér með komið á fót samstarfi Arla og Danone enda á Arla í sjálfu móðurfélagi Cofco þ.e. Mengniu og er fulltrúi Arla í stjórn félagsins. Félögin tvö sem berjast á hinum evrópska markaði eru því þarna austurfrá í samstarfi og sameiginlegri uppbyggingu. Etv. er þetta vísbending um næsta samruna á heimsmarkaði afurðastöðva, en ef Arla og Danone myndu renna í eina sæng yrði til til stærsta afurðafélag í heimi með innvigtun upp á tæplega 30 milljarða lítra en stærsta afurðafélagið í dag er Nestlé með um 26 milljarða lítra/SS.