Beint í efni

Samrunaáform gengu ekki

09.06.2012

Það er ekki bara afurðafélagið Arla sem er í því að sameinast öðrum afurðafélögum, þetta er þróun sem á sér stað um allan heim. Hollenska FrieslandCampina er þar engin undantekning, en undanfarna mánuði hafa forsvarsmenn þess reynt að efla stöðu félagsins á Balkanskaga.

 

Hugmyndin var að kaupa upp tvær serbneskar afurðastöðvar sem eru einnig, eins og Friesland Campina, samvinnufélög framleiðenda. Eftir langar og strangar viðræður, hafa þær nú siglt í strand og hafa hinir hollensku forsvarsmenn Friesland Campina ákveðið að hætta öllum áformum um samruna við afurðafélög á svæðinu í bili.

 

Hin serbnesku afurðafélög, Mlekara Subotica og Imlek, hafa sterka stöðu á heimamarkaðinum og í löndum fyrrum Júgóslavíu og hefðu verið góð viðbót við annars öflugan rekstur Friesland Campina. Í febrúar var undirrituð viljayfirlýsing um sameiningu, en snurða hljóp á þráðinn með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hefur verið upplýst hvað olli því að þessi afurðafélög hættu við samrunann/SS.