Beint í efni

Samráð um kvótamarkaðsreglur

03.06.2010

Jón Bjarnason, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að setja á fót vinnuhóp ráðuneytisins, Landssambands kúabænda, Bændasamtaka Íslands og MAST sem mun hafa það hlutverk að móta reglur um mjólkurkvótamarkað. Vinnuhópurinn mun jafnframt skoða hvort unnt verði að flýta gildistöku uppboðsmarkaðarins, en miðað við núverandi reglugerð verður fyrsta uppboð ekki fyrr en 1. desember nk. Þetta var

niðurstaða fundar forsvarsmanna LK og ráðherra í gær. Á fundinum komu fulltrúar LK jafnframt á framfæri ályktunum aðalfundar LK, m.a. þeirri endregnu skoðun kúabænda að mjög óráðlegt sé að sameina ráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðar við iðnaðarráðuneytið.