Beint í efni

Samningur um kaup á greiðslumarki í mjólkurframleiðslu

07.07.2004

Í nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um greiðslumark mjólkur á lögbýlum fyrir verðlagsárið 2004-2005 (523/2004), er kveðið á um að tilkynningu um aðilaskipti að greiðslumarki þurfi að fylgja samningur þar sem fram komi nöfn samningsaðila, kennitala, heimili og lögbýlisnúmer, dagsetning samnings og gildistaka, kaupverð, verð á lítra mjólkur og heildarmagn, undirskrift kaupenda og seljenda ásamt staðfestingu vitundarvotta.

Bændasamtök Íslands hafa útbúið form að slíkum samningi sem auk þess inniheldur ýmis atriði úr samningsformi fyrir kaup að greiðslumarki sem aðgengilegt hefur verið á heimasíðu LK og í Handbók bænda. Hið nýja samningsform er nú aðgengilegt á heimasíðu LK og er hægt að nálgast það með því að smella hér. Athygli er vakin á að samningur sem uppfyllir ofantalin skilyrði þarf að fylgja öllum tilkynningum um aðilaskipti að greiðslumarki sem taka eiga gildi frá 1. september n.k.