Beint í efni

Samningaviðræður WTO standa yfir

22.07.2008

Samningaviðræður á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO, hófust í Genf í Sviss í gær og munu standa fram á laugardag. Stefnt er að því að ljúka viðræðunum með samingi á þessu ári. Hér má sjá drög að samkomulagi um landbúnaðarmál sem lögð voru fram af formanni landbúnaðarnefndar WTO, Nýsjálendingnum Crawford Falconer, þann 10. júlí sl.

Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er eftirfarandi:

 

a) Heildarstuðningur verið landbúnað (AMS) skal skorinn niður um 45%.

b) Sk. „blár“ stuðningur við landbúnað má að hámarki vera 2,5% af verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar eins og hún var á tímabilinu 1995-2000.

c) Innflutningstollar lækki um allt að 66-73%

d) Ríkjum er heimilt að skilgreina 4-6% af tollalínum sem „viðkvæmar vörur“ sem sæti minni tollalækkunum. Í staðinn verði teknir upp tollkvótar á þeim vörum til að opna fyrir markaðsaðgang.

e) Útflutningsbætur skuli aflagðar með öllu í síðasta lagi árið 2013 (Ísland afnumdi þær árið 1992).

 

Skýringar með ofannefndum drögum er að finna hér.