
Samningar við ESB um tolla og aukinn markaðsaðgang búvara
18.09.2015
Nýir samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tolla og verslun með búvörur hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Sumt er jákvætt en annað neikvætt að mati Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. Samkeppnisstaða bænda mun í sumum tilvikum versna og breytingarnar koma hvað harðast niður á svína- og kjúklingabændum. Athygli vekur að stjórnvöld skuli tilkynna um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga.
„Bændur hljóta að taka þessa nýju stöðu upp í yfirstandandi viðræðum um búvörusamninga svo sem hvaða þýðingu samningurinn hafi fyrir landbúnaðinn í heild og einstakar greinar hans. Stjórnvöld þurfa að svara því hvernig samningurinn rímar við markmið þeirra um eflingu íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu,“ segir Sindri. Hann telur að áhrif samningsins verði víðtæk.
„Það má vænta þess að breytingar verði á vöruframboði verslana í kjölfarið. Erlendar matvörur verða fyrirferðarmeiri og verðsamkeppni mun harðna. Íslenskir bændur og afurðasölufyrirtæki þurfa að mæta þessari nýju stöðu. Breytingarnar kunna að hafa áhrif á framleiðslumagn búvara hér á landi,“ segir Sindri.
Gerum kröfur um heilnæmi og hollustu
„Þegar aukið magn erlendrar búvöru mun flæða inn í landið þurfum við að gera ríkar kröfur til heilnæmis og hollustu. Framleiðsluhættir eru að ýmsu leyti ólíkir á milli Íslands og margra landa í Evrópu. Hér er t.d. bannað að blanda dýralyfjum í fóður sem er leyfilegt víða annarsstaðar. Sýklalyfjanotkun er ein sú minnsta í Evrópu hér á landi sem er verðmæt staða. Við leggjum áherslu á að tekið sé tillit til þessa og gerðar sömu kröfur til framleiðenda innfluttra matvara og innlendra“.
Aukinn markaðsaðgangur á báða bóga
Það jákvæða sem segja má um samningana að mati formanns BÍ er að ríkisvaldið skuli gera tvíhliða samning um breytingar á tollaumhverfinu. Um leið og magn erlendra búvara hér á markaðnum eykst fá íslenskir bændur aukinn aðgang að Evrópumarkaði. „Afurðafyrirtæki bænda fóru fram á aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar búvörur á ESB-markað fyrir nokkrum árum. Nú liggur niðurstaðan fyrir. Meðal annars verður hægt að auka útflutning á skyri, lambakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti. Ákvæði um vernd vöruheita eru jákvæð. Það gæti t.d. haft í för með sér tækifæri að lögvernda vöruheitið „Skyr“ á erlendum mörkuðum,“ segir Sindri.
Ekki tekið tillit til umfangs markaða
Samtökin hefðu kosið að meira tillit yrði tekið til stærðarmismunar markaðanna en ekki samið um „tonn á móti tonni“ eins og nú var raunin í sumum tilvikum. Í Evrópu búa rúmlega 500 milljón manns en á Íslandi eru um 330 þúsund neytendur. Samningurinn veitir því ESB aðgang að margfalt stærri skerf af íslenskum markaði en Ísland fær á móti.
Framleiðsluaðstæður, veðurfar og stærðarmunur búrekstrar á Íslandi og á meginlandinu og fleira gerir það að verkum að samkeppnisstaða er erfið. Á vef Landssambands kúabænda er dæmi tekið af mjólkurafurðum. Mjólkurframleiðsla aðildarlanda ESB er um 150 milljónir tonna á ári en ársframleiðslan hér á landi er 130-140 milljón lítrar. Mjólkurframleiðsla á Íslandi er því tæplega 1/1000 af framleiðslu ESB. Með samningunum er ESB veittur tollkvóti á osti, sem nemur tæplega 10% af ostamarkaði hér á landi. Markaðsaðgangur Íslands er um það bil 13 milljónir lítra af mjólk, eða sem nemur tæplega 0,009% af mjólkurframleiðslu aðildarríkja ESB. Líkleg áhrif á mjólkurmarkað ESB af 0,009% tollfrjálsum markaðsaðgangi Íslands eru sama og engin, en áhrifin af 10% markaðsaðgangi ESB til Íslands geta hins vegar orðið umtalsverð.
Verðbreytingar þurfa að skila sér til neytenda
Sindri segir að það sé mikilvægt að tollabreytingar gagnist neytendum beint en verði ekki til þess að auka hagnað stórkaupmanna þegar þar að kemur. Hann bendir á að öflugt verðlagseftirlit sé nauðsyn til þess að áhrif tollabreytinga skili sér að fullu til neytenda. Reynslan sýni að breytingar á tollum eða vörugjöldum skila sér ekki alltaf í lægra vöruverði.
_________________________________________________________________________
Ítarefni:
Samantekt efnisatriða
Í grófum dráttum er samningurinn fjórþættur:
1. Tollkvótar á búvörum
Samið er um aukna gagnkvæma tollkvóta. Þá á að innleiða í áföngum – fyrsta hluta við gildistöku samningsins en síðan innleiðingu í skrefum á fjórum árum. Ætla má að samningurinn geti tekið gildi í ársbyrjun 2017 sem þýðir að hann verður að fullu kominn í gildi 2021. Sama fyrirkomulag er á innleiðingu hér og hjá ESB.
Heildarkvóti Íslands var 2.680 tonn þar af 1.850 tonn af kindakjöti. Hann hækkar upp í 8.800 tonn – þar af verða 3.620 tonn af skyri (voru 380) og 3.350 tonn af kindakjöti (þar af 300 af unnum vörum). Síðan koma inn kvótar fyrir svínakjöt (500 tonn) og alifuglakjöt (300 tonn). Smjörkvótinn eykst í 500 tonn (úr 150) og afgangurinn eru pylsur og ostar.
Heildarkvóti ESB inn á íslenska markaðinn var 750 tonn en hækkar í 3.812 tonn. Nautakjöt fer úr 100 tonnum í 696, svínakjöt úr 200 tonnum í 700 og alifuglakjöt úr 200 tonnum í 1.056 (þar af 200 tonn af lífrænum alifuglakjöti). Saltað, þurrkað og reykt kjöt fer úr 50 tonnum í 100, ostar úr 100 tonnum í 510 (þar af 210 af sérostum). Þá aukast pylsur úr 50 tonnum í 250 og unnar kjötvörur úr 50 tonnum í 350.
Tollkvótarnir verða auglýstir og boðnir út eins og áður. Greitt verður fyrir þá ef eftirspurn er umfram framboð. Tollar á vörum sem fluttar eru inn utan kvótanna breytast ekki.
Árið 2014 voru flutt inn tæp 2.600 tonn af kjöti til Íslands þ.e. 970 af alifuglakjöti, 1.000 af nautakjöti, 580 af svínakjöti og 50 af öðru kjöti. Þá voru flutt inn rúm 250 tonn af osti.
2. Tollar á grænmeti
Samið er um að sú álagning tolla á grænmeti sem tíðkast hefur verði eftirleiðis samningsbundin. Það þýðir að heimildir til álagningar tolla sem finna má í tollskrá munu lækka. Hins vegar þýðir þetta ekki raunverulega tollalækkun þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt tolla á þessar vörur samkvæmt fullum heimildum.
Til dæmis er heimild til að leggja 378% verðtoll og 50 kr/kg magntoll á bökunarkartöflur í tollskrá, en mörg undanfarin ár hafa stjórnvöld heimilað að þær séu fluttar inn tollfrjálst með árlegri útgáfu reglugerðar. Með samningnum afsalar Ísland sér þessari álagningarheimild gagnvart ESB.
3. Unnar vörur
Í samningnum eru ákvæði um gagnkvæma niðurfellingu tolla á 340 tollnúmerum og lækkun á 20 til viðbótar. Þar er að mest um að ræða unnar matvörur eins og pizzur, pasta, súkkulaði, ávaxtasafa og fleira. Í sumum tilvikum er verið að samningsbinda lækkanir sem þegar hafa tíðkast. Hér er ekki um að ræða vörur sem falla undir tollkvóta sbr. lið 1. heldur eingöngu aðrar vörur. Hvað varðar þau 20 númer sem samið var um lækkun á gildir það sama. Til dæmis lækkar tollur á frönskum kartöflum um 40% en hann er ekki felldur niður.
4. Viðurkenning afurðaheita
Samið er um gagnkvæma viðurkenningu afurðaheita þ.e. Ísland fær aðild að skráningarkerfi ESB um landfræðilega vernd vöruheita. Það þýðir að Ísland mun viðurkenna skráningar ESB á slíkum vöruheitum sem mörg eru vel þekkt, s.s. fetaostur, Parmaskinka, Stiltonostur og fleira. Að sama skapi geta framleiðendur hér fengið afurðir sínar skráðar og verndaðar innan ESB, geti þeir sýnt fram á sérstöðu þeirra, s.s. skyr eða aðrar vörur sem eiga rætur í íslenskri sögu eða hefðum.
Framhald málsins
Samningarnir munu nú fara í lögfræðilega yfirferð og lokafrágang og verða lagðir fyrir til formlegs samþykkis ESB og íslenskra stjórnvalda.
• Samningur Íslands og ESB - hluti I
• Samningur - hluti II
• Samningur - hluti III
„Bændur hljóta að taka þessa nýju stöðu upp í yfirstandandi viðræðum um búvörusamninga svo sem hvaða þýðingu samningurinn hafi fyrir landbúnaðinn í heild og einstakar greinar hans. Stjórnvöld þurfa að svara því hvernig samningurinn rímar við markmið þeirra um eflingu íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu,“ segir Sindri. Hann telur að áhrif samningsins verði víðtæk.
„Það má vænta þess að breytingar verði á vöruframboði verslana í kjölfarið. Erlendar matvörur verða fyrirferðarmeiri og verðsamkeppni mun harðna. Íslenskir bændur og afurðasölufyrirtæki þurfa að mæta þessari nýju stöðu. Breytingarnar kunna að hafa áhrif á framleiðslumagn búvara hér á landi,“ segir Sindri.
Gerum kröfur um heilnæmi og hollustu
„Þegar aukið magn erlendrar búvöru mun flæða inn í landið þurfum við að gera ríkar kröfur til heilnæmis og hollustu. Framleiðsluhættir eru að ýmsu leyti ólíkir á milli Íslands og margra landa í Evrópu. Hér er t.d. bannað að blanda dýralyfjum í fóður sem er leyfilegt víða annarsstaðar. Sýklalyfjanotkun er ein sú minnsta í Evrópu hér á landi sem er verðmæt staða. Við leggjum áherslu á að tekið sé tillit til þessa og gerðar sömu kröfur til framleiðenda innfluttra matvara og innlendra“.
Aukinn markaðsaðgangur á báða bóga
Það jákvæða sem segja má um samningana að mati formanns BÍ er að ríkisvaldið skuli gera tvíhliða samning um breytingar á tollaumhverfinu. Um leið og magn erlendra búvara hér á markaðnum eykst fá íslenskir bændur aukinn aðgang að Evrópumarkaði. „Afurðafyrirtæki bænda fóru fram á aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar búvörur á ESB-markað fyrir nokkrum árum. Nú liggur niðurstaðan fyrir. Meðal annars verður hægt að auka útflutning á skyri, lambakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti. Ákvæði um vernd vöruheita eru jákvæð. Það gæti t.d. haft í för með sér tækifæri að lögvernda vöruheitið „Skyr“ á erlendum mörkuðum,“ segir Sindri.
Ekki tekið tillit til umfangs markaða
Samtökin hefðu kosið að meira tillit yrði tekið til stærðarmismunar markaðanna en ekki samið um „tonn á móti tonni“ eins og nú var raunin í sumum tilvikum. Í Evrópu búa rúmlega 500 milljón manns en á Íslandi eru um 330 þúsund neytendur. Samningurinn veitir því ESB aðgang að margfalt stærri skerf af íslenskum markaði en Ísland fær á móti.
Framleiðsluaðstæður, veðurfar og stærðarmunur búrekstrar á Íslandi og á meginlandinu og fleira gerir það að verkum að samkeppnisstaða er erfið. Á vef Landssambands kúabænda er dæmi tekið af mjólkurafurðum. Mjólkurframleiðsla aðildarlanda ESB er um 150 milljónir tonna á ári en ársframleiðslan hér á landi er 130-140 milljón lítrar. Mjólkurframleiðsla á Íslandi er því tæplega 1/1000 af framleiðslu ESB. Með samningunum er ESB veittur tollkvóti á osti, sem nemur tæplega 10% af ostamarkaði hér á landi. Markaðsaðgangur Íslands er um það bil 13 milljónir lítra af mjólk, eða sem nemur tæplega 0,009% af mjólkurframleiðslu aðildarríkja ESB. Líkleg áhrif á mjólkurmarkað ESB af 0,009% tollfrjálsum markaðsaðgangi Íslands eru sama og engin, en áhrifin af 10% markaðsaðgangi ESB til Íslands geta hins vegar orðið umtalsverð.
Verðbreytingar þurfa að skila sér til neytenda
Sindri segir að það sé mikilvægt að tollabreytingar gagnist neytendum beint en verði ekki til þess að auka hagnað stórkaupmanna þegar þar að kemur. Hann bendir á að öflugt verðlagseftirlit sé nauðsyn til þess að áhrif tollabreytinga skili sér að fullu til neytenda. Reynslan sýni að breytingar á tollum eða vörugjöldum skila sér ekki alltaf í lægra vöruverði.
_________________________________________________________________________
Ítarefni:
Tollfrjálsir kvótar fyrir ESB (tonn) |
|||
Kvóti nú |
Viðbótarkvóti |
Samtals | |
Nautakjöt |
100 |
596 |
696 |
Svínakjöt |
200 |
500 |
700 |
Alifuglakjöt |
200 |
656 |
856 |
Lífrænt alifuglakjöt |
200 |
200 | |
Saltað, þurrkað eða reykt kjöt |
50 |
50 |
100 |
Sérostur |
20 |
210 |
230 |
Ostur |
80 |
300 |
380 |
Pylsur |
50 |
200 |
250 |
Unnar kjötvörur |
50 |
350 |
400 |
Tollfrjálsir kvótar fyrir Ísland (tonn) |
|||
Kvóti nú |
Viðbótarkvóti |
Samtals | |
Lambakjöt |
1.850 |
1.200 |
3.050 |
Unnið lambakjöt |
300 |
300 | |
Svínakjöt |
500 |
500 | |
Alifuglakjöt |
300 |
300 | |
Skyr |
380 |
3.620 |
4.000 |
Smjör |
350 |
150 |
500 |
Ostur |
50 |
50 | |
Pylsur |
100 |
- |
100 |
Samantekt efnisatriða
Í grófum dráttum er samningurinn fjórþættur:
1. Tollkvótar á búvörum
Samið er um aukna gagnkvæma tollkvóta. Þá á að innleiða í áföngum – fyrsta hluta við gildistöku samningsins en síðan innleiðingu í skrefum á fjórum árum. Ætla má að samningurinn geti tekið gildi í ársbyrjun 2017 sem þýðir að hann verður að fullu kominn í gildi 2021. Sama fyrirkomulag er á innleiðingu hér og hjá ESB.
Heildarkvóti Íslands var 2.680 tonn þar af 1.850 tonn af kindakjöti. Hann hækkar upp í 8.800 tonn – þar af verða 3.620 tonn af skyri (voru 380) og 3.350 tonn af kindakjöti (þar af 300 af unnum vörum). Síðan koma inn kvótar fyrir svínakjöt (500 tonn) og alifuglakjöt (300 tonn). Smjörkvótinn eykst í 500 tonn (úr 150) og afgangurinn eru pylsur og ostar.
Heildarkvóti ESB inn á íslenska markaðinn var 750 tonn en hækkar í 3.812 tonn. Nautakjöt fer úr 100 tonnum í 696, svínakjöt úr 200 tonnum í 700 og alifuglakjöt úr 200 tonnum í 1.056 (þar af 200 tonn af lífrænum alifuglakjöti). Saltað, þurrkað og reykt kjöt fer úr 50 tonnum í 100, ostar úr 100 tonnum í 510 (þar af 210 af sérostum). Þá aukast pylsur úr 50 tonnum í 250 og unnar kjötvörur úr 50 tonnum í 350.
Tollkvótarnir verða auglýstir og boðnir út eins og áður. Greitt verður fyrir þá ef eftirspurn er umfram framboð. Tollar á vörum sem fluttar eru inn utan kvótanna breytast ekki.
Árið 2014 voru flutt inn tæp 2.600 tonn af kjöti til Íslands þ.e. 970 af alifuglakjöti, 1.000 af nautakjöti, 580 af svínakjöti og 50 af öðru kjöti. Þá voru flutt inn rúm 250 tonn af osti.
2. Tollar á grænmeti
Samið er um að sú álagning tolla á grænmeti sem tíðkast hefur verði eftirleiðis samningsbundin. Það þýðir að heimildir til álagningar tolla sem finna má í tollskrá munu lækka. Hins vegar þýðir þetta ekki raunverulega tollalækkun þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt tolla á þessar vörur samkvæmt fullum heimildum.
Til dæmis er heimild til að leggja 378% verðtoll og 50 kr/kg magntoll á bökunarkartöflur í tollskrá, en mörg undanfarin ár hafa stjórnvöld heimilað að þær séu fluttar inn tollfrjálst með árlegri útgáfu reglugerðar. Með samningnum afsalar Ísland sér þessari álagningarheimild gagnvart ESB.
3. Unnar vörur
Í samningnum eru ákvæði um gagnkvæma niðurfellingu tolla á 340 tollnúmerum og lækkun á 20 til viðbótar. Þar er að mest um að ræða unnar matvörur eins og pizzur, pasta, súkkulaði, ávaxtasafa og fleira. Í sumum tilvikum er verið að samningsbinda lækkanir sem þegar hafa tíðkast. Hér er ekki um að ræða vörur sem falla undir tollkvóta sbr. lið 1. heldur eingöngu aðrar vörur. Hvað varðar þau 20 númer sem samið var um lækkun á gildir það sama. Til dæmis lækkar tollur á frönskum kartöflum um 40% en hann er ekki felldur niður.
4. Viðurkenning afurðaheita
Samið er um gagnkvæma viðurkenningu afurðaheita þ.e. Ísland fær aðild að skráningarkerfi ESB um landfræðilega vernd vöruheita. Það þýðir að Ísland mun viðurkenna skráningar ESB á slíkum vöruheitum sem mörg eru vel þekkt, s.s. fetaostur, Parmaskinka, Stiltonostur og fleira. Að sama skapi geta framleiðendur hér fengið afurðir sínar skráðar og verndaðar innan ESB, geti þeir sýnt fram á sérstöðu þeirra, s.s. skyr eða aðrar vörur sem eiga rætur í íslenskri sögu eða hefðum.
Framhald málsins
Samningarnir munu nú fara í lögfræðilega yfirferð og lokafrágang og verða lagðir fyrir til formlegs samþykkis ESB og íslenskra stjórnvalda.
• Samningur Íslands og ESB - hluti I
• Samningur - hluti II
• Samningur - hluti III