Beint í efni

Samninganefnd bænda og ríkis fundaði í dag

01.04.2004

Í dag var haldinn fyrsti formlegi fundur samninganefnda bænda og ríkisins um nýjan mjólkursamning, sem taka á gildi frá 1. september 2005. Á fundinum var farið yfir helstu atriði sem lúta að samningagerðinni, en samningaferlið byggir m.a. á skýrslu vinnuhóps landbúnaðarráðherra um „Stöðumat og stefnumótun í mjólkurframleiðslu“. Reikna má með að vinna við samningagerðina taki nokkurn tíma, en næsti fundur samninganefndanna verður haldinn eftir páska.