Beint í efni

Samkomulag um vefjaræktun á kartöflum

17.01.2022

Fyrir áramót undirrituðu Bændasamtök Íslands og Matís samkomulag um vefjaræktun á kartöflum til tveggja ára. Fulltrúar BÍ voru Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda og Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur. Fyrir hönd Matís voru Oddur Már Gunnarsson, forstjóri og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði.

Vefjaræktun er hluti af endurnýjun og ræktun á úrvalsstofnum af íslensku kartöfluyrkjunum.  Er þetta gert í samræmi við reglugerð 455/2006 um kartöfluútsæði. Bæði BÍ og Matís eru spennt fyrir þessu nýja samvinnuverkefni íslenskri ræktun til heilla.