Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Samkeppniseftirlitið athugar hagsmunagæslu Bændasamtakanna

28.03.2008

Eftir að Búnaðarþingi lauk barst Bændasamtökum Íslands bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað var eftir gögnum frá samtökunum, þar á meðal afriti af öllum fundargerðum og þingskjölum Búnaðarþings 2008, afriti af öllum fundargerðum, samþykktum, ályktunum, sáttum, minnisblöðum og tölvupóstum sem hafa verið rituð eftir 1. september á síðasta ári.

Í bréfi Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin telji sig hafa séð vísbendingar þess í fjölmiðlum að Bændasamtökin og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína. Er í því sambandi vitnað til 10. og 12. grein samkeppnislaga.

Bændasamtökin hafa orðið við erindi Samkeppniseftirlitsins. Þau telja sig hins vegar hafa uppfyllt þá skyldu sína að gæta hagsmuna bændastéttarinnar og upplýsa neytendur um þróun í verðlagsmálum.

Ekki er ljóst hvenær úrskurðar er að vænta af hálfu Samkeppniseftirlitsins.