Beint í efni

Lactalis að yfirtaka Omira?

31.05.2017

Þýska afurðafélagið Omira, sem er í eigu um 2.500 kúabænda í suðurhluta Þýskalands, á nú í viðræðum við franska afurðarisann Lactalis um yfirtöku þess síðarnefnda á Omira. Lactalis, sem er ekki samvinnufélag eins og Omira, hefur að sögn erlendra fréttamiðla lofað kúabændunum sem eiga Omira að ef þeir samþykkja yfirtökuna þá muni Lactalis tryggja þeim lágmarks afurðastöðvaverð næstu 10 árin. Auk þess muni Lactalis fjárfesta í afurðastöðvum Omira í bæði Ravensburg og Neuburg.

Omira, sem er með árlega innvigtun mjólkur í kringum 1 milljarð lítra, verður með aðalfund þann 22. júní næstkomandi og þá munu eigendur þess kjósa um það hvort þeir velji að leggja félagið sitt inn í Lactalis eða ekki/SS.