Beint í efni

Sameiginlegt kynbótamat í nautgriparækt á Norðurlöndunum

17.10.2008

Síðastliðinn miðvikudag voru kunngjörðar fyrstu niðurstöður sameiginlegs ræktunarstarfs í nautgriparækt í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Kúabændur í þessum löndum hafa komið sér saman um sameiginleg ræktunarmarkmið í þremur helstu mjólkurkúastofnunum; svartskjöldóttu kúnum (Holstein Friesian), rauðu kúnum (RDM, SRB og FAY) og Jersey. Þetta mun gera þeim kleyft að bera kynbótaeinkunnir saman þvert á landamæri, naut sem t.d. er notað bæði í Danmörku og Svíþjóð fær sömu kynbótaeinkunnina í báðum löndunum. Hið sameiginlega kynbótamat hefur hlotið nafnið NTM, Nordic Total Merit, eða Norræn heildareinkunn.

Í töflunni hér að neðan má sjá vægi einstakra eiginleika hjá svartskjöldóttu kúnum og þeim rauðskjöldóttu. Til samanburðar eru áherslurnar sem í gildi eru hér á landi.

 

Eiginleiki Svartskjöldóttar kýr Rauðar og rauðskjöldóttar kýr Íslenskar landnámskýr
Afurðir (kg prótein) 30,5% 37,4% 44%
Júgurhreysti, mótstaða gegn júgurbólgu 14,2% 13,0% 8%
Frjósemi 12,6% 10,6% 8%

Júgur

7,3% 13,0% 16%*
Burðarerfiðleikar 6,9% 4,9% 0%
Lífsþróttur kálfa 6,1% 5,7% 0%
Fætur 6,1% 3,7% 0%
Mótstaða gegn öðrum sjúkdómum** 4,9% 4,9% 0%
Ending 4,5% 3,3% 8%
Mjaltir 3,3% 2,4% 8%
Kjötframleiðsla (vaxtarhraði) 2,4% 0,0% 0%
Skap 1,2% 1,2% 8%

*Spenar eru hér meðtaldir, með 8% vægi. ** Doði, súrdoði o.s.frv.

 

Heimild: http://www.nordicebv.info