Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sameiginlegt kynbótamat í nautgriparækt á Norðurlöndunum

17.10.2008

Síðastliðinn miðvikudag voru kunngjörðar fyrstu niðurstöður sameiginlegs ræktunarstarfs í nautgriparækt í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Kúabændur í þessum löndum hafa komið sér saman um sameiginleg ræktunarmarkmið í þremur helstu mjólkurkúastofnunum; svartskjöldóttu kúnum (Holstein Friesian), rauðu kúnum (RDM, SRB og FAY) og Jersey. Þetta mun gera þeim kleyft að bera kynbótaeinkunnir saman þvert á landamæri, naut sem t.d. er notað bæði í Danmörku og Svíþjóð fær sömu kynbótaeinkunnina í báðum löndunum. Hið sameiginlega kynbótamat hefur hlotið nafnið NTM, Nordic Total Merit, eða Norræn heildareinkunn.

Í töflunni hér að neðan má sjá vægi einstakra eiginleika hjá svartskjöldóttu kúnum og þeim rauðskjöldóttu. Til samanburðar eru áherslurnar sem í gildi eru hér á landi.

 

Eiginleiki Svartskjöldóttar kýr Rauðar og rauðskjöldóttar kýr Íslenskar landnámskýr
Afurðir (kg prótein) 30,5% 37,4% 44%
Júgurhreysti, mótstaða gegn júgurbólgu 14,2% 13,0% 8%
Frjósemi 12,6% 10,6% 8%

Júgur

7,3% 13,0% 16%*
Burðarerfiðleikar 6,9% 4,9% 0%
Lífsþróttur kálfa 6,1% 5,7% 0%
Fætur 6,1% 3,7% 0%
Mótstaða gegn öðrum sjúkdómum** 4,9% 4,9% 0%
Ending 4,5% 3,3% 8%
Mjaltir 3,3% 2,4% 8%
Kjötframleiðsla (vaxtarhraði) 2,4% 0,0% 0%
Skap 1,2% 1,2% 8%

*Spenar eru hér meðtaldir, með 8% vægi. ** Doði, súrdoði o.s.frv.

 

Heimild: http://www.nordicebv.info