Beint í efni

Samdráttur í sölu nautakjöts í janúar

16.02.2011

Sala á nautakjöti í janúar sl. var 289 tonn, sem er 12,5% minna en í sama mánuði í fyrra. Þar af nam sala á ungnautakjöti 155 tonnum, sem er 14,9% samdráttur m.v. sama mánuð á sl. ári. Þegar litið er til sölunnar undanfarna tólf mánuði, sést að hún hefur þó aukist um 2,8% m.v. árið á undan. Alls var sala á nautgripakjöti á tímabilinu 3.875 tonn. Þegar litið er til sölu annarra kjöttegunda sl. 12 mánuði, var

sala á alifuglakjöti 7.154 tonn (-0,3%), lambakjöti 6.192 tonn (-1,2%), af svínakjöti seldust 6.009 tonn (-4,9%) og sala á hrossakjöti var 525 tonn (-21,0%).