Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Samdráttur í nautakjötsútflutningi Úrúgvæ

29.10.2011

Lágt gengi á dollarnum hefur nú gert það að verkum að stórlega hefur dregið úr útflutningi nautakjöts frá Úrúgvæ eða um 30 þúsund tonn! Þetta gerist þrátt fyrir að Kína hafi stóraukið kaup á nautakjöti frá þessu þekkta nautakjötsframleiðslulandi. Nemur samdrátturinn í ár heilum 20% frá árinu 2010, en í lok ágúst var heildarútflutningurinn kominn í 142 þúsund tonn en var á sama tíma í fyrra 172 þúsund tonn.
 
Eins og áður segir hefur samdrátturinn fyrst og fremst komið til vegna lágs gengis á dollar sem gerir samkeppnisstöðu nautakjöts frá Bandaríkjunum sterkari og þau lönd sem áður fluttu inn kjöt frá Úrúgvæ hafa því skipt yfir í kjöt frá Bandaríkjunum. Þó er ljós í myrkrinu fyrir kúabændur í Úrúgvæ þar sem nágrannalöndin Venesúela og Brasilía virðast vera að taka við sér sem innflutningslönd á kjöti frá Úrúgvæ en þar hefur efnahagslífið gengið all vel og sk. millistéttarfólk hefur nú meira á milli handanna og kaupir í auknum mæli nautakjöt sem þau lönd anna ekki eftirspurn eftir/SS.