Beint í efni

Samdráttur í mjólkurframleiðslu Nýja-Sjálands

26.06.2013

Það sem af er þessu ári hefur mjólkurframleiðslan í Nýja-Sjálandi verið langt undir því sem hún var á sama tímabili í fyrra og árið þar á undan. Skýringin felst fyrst og fremst í veðurfarinu en það ræður mestu um mjólkurframleiðslu landsins enda byggir framleiðslan á beit.

 

Árið byrjaði reyndar vel með 2.236 milljón lítra framleiðslu í janúar sem var 4,3% meira en í sama mánuði árið 2012. Í febrúar var framleiðslan 1.712 milljónir lítra sem er 5,9% minna en árið 2012. Í mars varð enn meiri samdráttur þegar framleiðslan fór í 1.404 milljónir lítra miðað við 1.687 milljónir lítra árið 2012 eða 16,8% minni framleiðsla. Í maí hrundi svo framleiðslan miðað við fyrra ár eða um 34,5% þegar innvigtunin nam ekki „nema“ 941 milljón lítrum en árið 2012 var innvigtunin 1.436 milljónir lítra og árið 2011 1.232 milljónir lítra.

 

Frá því í júní í fyrra nemur heildarframleiðslan í Nýja-Sjálandi 12,9 milljörðum lítra sem er heilum 29,9% minna en á sama tímabili árið á undan. Framleiðslan í júní 2010 til maí 2011 var 16,7 milljarðar lítra og er framleiðslusamdrátturinn nú því 22,8% miðað við það tímabil/SS.