Beint í efni

SAM: Mikil framleiðsluaukning í janúar

26.02.2018

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 145,5 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (febrúar 2017 – janúar 2018) og 132,2 milljónir lítra á próteingrunni. Það er örlítið minni sala, 0,1%,  á próteingrunni en 12 mánuðina þar á undan en aukning um 2,3% á fitugrunni. Sé horft til síðustu þriggja mánaða nam söluaukningin 0,3% á próteingrunni og 1,8% á fitugrunni.

Á sama tíma, þ.e. síðustu 12 mánuði, nam innvigtun mjólkur 151,9 milljónum lítra sem er 1,0% aukning frá sama tímabili fyrir ári síðan. Innvigtun mjólkur nú í janúar var afar góð eða 13,2 milljónir lítra sem er töluvert mikil aukning í samanburði við janúar í fyrra og árið 2016. Alls nemur aukningin í janúar 6,4% miðað við janúar í fyrra og undanfarin tvö ár hefur framleiðslan hér á landi vaxið fram í maí, er heldur hefur dregið úr framleiðslunni á ný. Verður afar fróðlegt að fylgjast með þróun mála næstu mánuðina og hvort framleiðslan haldi áfram að aukast/SS.