Beint í efni

SAM: Meiri innvigtun í ágúst 2023 en ágúst 2022

12.09.2023

Samkvæmt nýju yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), sem nær yfir tímabilið frá byrjun september í fyrra til lok ágúst í ár, var innvigtun mjólkur fyrstu átta mánuði þessa árs 103,8 milljónir lítra en á sama tíma í fyrra nam innvigtunin 101 milljónum lítra. Munurinn nemur því 2,8 milljónum lítrum eða 2,8% aukningu milli ára.


Í ágúst nam innvigtunin 12,77 milljónum lítra en í fyrra nam hún 12,62 milljónum lítra. Framleiðsla ágúst mánaðar nú í ár er því 153,9 þúsund lítrum eða 1,2% meiri en í ágúst fyrir ári síðan. Hvað varðar innvigtun síðastliðna tólf mánuði þá stendur hún í 150,8 milljónum lítra sem er aukningum 3% miðað við sambærilegt tímabil mánuðina tólf þar á undan.


Í yfirlitinu kemur fram að sala á fitugrunni nam 149,2 milljónum lítra sem er aukning um 1,7% á tólf mánaða tímabili. Söluaukning upp á 0,8% hefur átt sér stað undanfarna þrjá mánuði, og hefur orðið auking upp á 0,7% nú í ágúst.  Salan á próteingrunni hefur einnig aukist síðustu þrjá mánuði, um 3,0% og enn meira sé horft til síðustu tólf mánaða eða um 4,2% samanborið við sambærilegt tímabil tólf mánuðina þar á undan.