
SAM: Innvigtun ársins komin í 114,7 milljón lítra
19.10.2021
Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var sala á fitugrunni 144,5 milljón lítrar síðustu 12 mánuði (október 2020 – september 2021) og 123,1 milljón lítrar á próteingrunni. Það þýðir að salan á bæði prótein- og fitugrunni hefur dregist saman miðað við sambærilegt tímabil fyrir ári síðan. Alls dróst salan á fitugrunni saman um 1,0% síðustu 12 mánuði, og á sama tíma dróst salan á próteingrunni saman um 0,2%. Sé hins vegar horft til síðustu þriggja mánaða sjáum við söluakningu um 3,1% á próteingrunni og 4,3% á fitugrunni. Miðað við september í fyrra jókst salan um 1,1% á próteingrunni og 3,6% á fitugrunni.
Á sama tíma, þ.e. síðustu 12 mánuði, hefur mjólkurframleiðslan dregist saman í samanburði við sambærilegt tímabil mánuðina 12 þar á undan. Þannig nam innvigtun mjólkur 148,8 milljón lítra sem er 2,8% samdráttur frá sama tímabili fyrir ári síðan.
Heildarinnvigtunin í septembermánuði nam 11,4 milljónum lítra, sem er rúmlega 100 þúsund lítrum minna en í september árið 2020 og því samdráttur um 0,9%. Heildarinnvigtun fyrstu 9 mánuði ársins er 114,7 milljónir lítra samanborið við 117,1 milljón lítra árið 2020 og nemur mismunurinn 2%.