Beint í efni

SAM gerir tillögu að 116 milljón lítra greiðslumarki

02.10.2012

Á fundi stjórnar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem haldinn var í síðustu viku, var ákveðið að gera tillögu að 116 milljón lítra greiðslumarki verðlagsárið 2013. Greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs er 114,5 milljónir lítra, þannig að aukningin er 1,3%. Greiðslumarkið tekur mið af sölu á mjólkurafurðum á innanlandsmarkaði, sem hefur gengið vel að undanförnu./BHB