
SAM: 151,2 milljón lítra framleiðsla árið 2020
18.01.2021
Samkvæmt nýjum stuðlum* var sala ársins 2020 á fitugrunni 142,8 milljónir lítra sem er samdráttur um 1,5% frá árinu áður. Það verður að teljast ansi góður árangur þegar litið er til ástandsins á markaði vegna Covid-19. Sala mjólkur á próteingrunni endaði í 122,5 milljónum lítra, sem er heldur minna en hún var árið 2019 og munar þar um 3,8%. Þetta er þriðja árið í röð sem sala á próteingrunni lækkar, en er það í samræmi við mánaðarlegar tölur undanfarið og kemur því ekki á óvart.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 auk júnímánaðar var framleiðslan meiri en í sama mánuði árið áður. Hins vegar voru allir aðrir mánuðir ársins með minni framleiðslu en árið áður. Endaði árið sem fyrr segir í 0,4% minni framleiðslu en árið 2019.
Alls nam innvigtun mjólkur í desember 11,9 milljónum lítra, sem er 4,1% minni framleiðsla en í desember í fyrra. Til fróðleiks og samanburðar má hér sjá helstu lykiltölur mjólkurframleiðslu og -sölu síðan 2005:
Innvigtun mjólkur, millj. lítra | Sala á próteingrunni, millj. lítra | Sala fitugrunni, millj. lítra | |
2020 | 151,2 | 122,5 | 142,8 |
2019 | 151,8 | 126,2 | 147,0 |
2018 | 152,4 | 129,5 | 144,8 |
2017 | 151,1 | 132,3 | 144,1 |
2016 | 150,2 | 129,0 | 139,2 |
2015 | 146,0 | 122,6 | 132,8 |
2014 | 133,5 | 121,2 | 129,0 |
2013 | 122,9 | 117,6 | 120,8 |
2012 | 125,1 | 115,5 | 114,1 |
2011 | 124,8 | 113,7 | 111,5 |
2010 | 123,2 | 114,7 | 110,7 |
2009 | 125,6 | 117,7 | 115,6 |
2008 | 126,1 | 117,1 | 112,3 |
2007 | 124,8 | 114,9 | 108,9 |
2006 | 117,1 | 113,2 | 103,9 |
2005 | 109,5 | 112,3 | 100,8 |
*Sérstök athygli skal vakin á því að umreiknaðar tölur fyrir sölu og birgðir á fitu- og próteingrunni eru í fyrsta sinn samkvæmt nýjum ríkisstuðlum sem gilda frá 1. október 2020 og voru samþykktir á fundi Framkvæmdanefndar búvörusamninga föstudaginn 13. nóvember 2020.