Beint í efni

SAM: 148 milljón lítra mjólkurframleiðsla árið 2022

13.01.2023

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam heildarinnvigtun ársins 2022 um 147,97 milljónum lítra. Heildarinnvigtun ársins á undan, 2021, nam 148,8 milljónum lítra sem þýðir að heildarinnvigtun mjólkur hefur dregist saman um 0,6% eða 860 þúsund lítra á milli ára.

Þetta ætti því miður ekki að koma á óvart þar sem samdráttur fyrri hluta ársins var mikill og munaði mest rúmlega 2,5 milljónum lítra á framleiðslu áranna 2021 og 2022 í júlí. Seinni hluta ársins bættu kúabændur þó heldur í þegar umframmjólkurverð var hækkað og framleiddu íslenski kúabændur að meðaltali 340 þúsund lítrum meira í hverjum mánuði síðustu fimm mánuði ársins 2022 samanborið við 2021. Í desember 2022 nam innvigtun mjólkur 12,1 milljónum lítra sem er 3% meiri framleiðsla en í desember 2021.

Sala ársins 2022 á fitugrunni var 147,2 milljónir lítra sem er aukning um 1,1% frá því árinu áður. Sala mjólkur á próteingrunni jókst einnig á milli ára og endaði í 128 milljónum lítra, sem er aukning um 3,1% frá 2021. Jákvætt er að sjá að bæði salan er að aukast en jafnframt er munurinn á fitu- og próteinsölu að minnka.

Sé litið til síðustu þriggja mánuði ársins 2022 varð 3,8% aukning í sölu á próteingrunni á meðan aukningin var örlítið minni eða 1,2% á fitugrunni. Samanburður á desember mánuði milli áranna 2022 og 2021 gefur okkur að sala á próteingrunni var 4,7% meiri í desember 2022 og sala á fitugrunni var 7,4% meiri árið 2022 samanborið við árið á undan. Ekki er ólíklegt að jólahlaðborð og veisluhöld spili þarna stóran part en í fyrra var minna um slíka viðburði sökum Covid-19 ástands.

  

Til fróðleiks og samanburðar má hér sjá helstu lykiltölur mjólkurframleiðslu og -sölu síðan 2005:

ÁrInnvigtun mjólkur
(millj. lítra)
Sala á próteingrunni
(millj. lítra)
Sala fitugrunni
(millj. lítra)
2022148128147,2
2021148,8123,6144,3
2020151,2122,5142,8
2019151,8126,2147
2018152,4129,5144,8
2017151,1132,3144,1
2016150,2129139,2
2015146122,6132,8
2014133,5121,2129
2013122,9117,6120,8
2012125,1115,5114,1
2011124,8113,7111,5
2010123,2114,7110,7
2009125,6117,7115,6
2008126,1117,1112,3
2007124,8114,9108,9
2006117,1113,2103,9
2005109,5112,3100,8