Beint í efni

SAM: 12,1 milljón lítra innvigtun í ágúst

18.09.2020

Samkvæmt nýju yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), sem nær yfir tímabilið frá byrjun september í fyrra til lok ágúst í ár, var innvigtun mjólkur fyrstu átta mánuði þessa árs 105,6 milljónir lítra en á sama tíma í fyrra nam innvigtunin 104,2. Munurinn nemur alls 1,4 milljónum lítra sem er 1,4% meira í ár en í fyrra. Í ágúst sl. nam heildarinnvigtun mjólkurinnar 12,1 milljónum lítra en í ágúst í fyrra 12,6 milljónum lítra. Er munurinn því  3,9%.

Í yfirlitinu kemur einnig fram að sala á fitugrunni dregst áfram lítillega saman á ársgrunni, en í mánaðaryfirliti fyrir júlí sl. sáum við samdrátt í sölu á fitugrunni í fyrsta sinn í langan tíma. Nam fitusalan alls 144,7 milljónum lítra sem er samdráttur á 12 mánaða tímabili um 0,4%. Líkt og verið hefur gengur salan á próteingrunni verr og á 12 mánaða tímabili nam salan 122,3 milljónum lítra, sem er samdráttur um 3,6% á 12 mánaða tímabili.