Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

SAM: 0,4% meiri innvigtun en í febrúar í fyrra

10.03.2023

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var sala á fitugrunni 147,8 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (mars 2022 – febrúar 2023) og 129,3 milljón lítra á próteingrunni. Salan á próteingrunni heldur þannig áfram að aukast og var 3,9% meiri í febrúar 2023 en febrúar 2022. Sé horft til síðustu þriggja mánaða hefur sala á próteingrunni aukist um 6,2% og 4,0% undanfarna 12 mánuði. Hvað varðar söluna á fitugrunni dróst hún örlítið saman í febrúar 2023 samanborið við febrúar 2022 eða um 0,4%. Fitusalan hefur þó aukist undanfarna þrjá mánuði um 4,5% og um 1,2% sé horft til síðustu 12 mánaða.

Á sama tíma, þ.e. síðustu 12 mánuði, hefur mjólkurframleiðslan staðið í stað saman miðað við sambærilegt tímabil mánuðina 12 þar á undan. Þannig nam innvigtun mjólkur síðustu 12 mánuði alls 148,6 milljónum lítra. Bæði janúar og febrúarmánuður skiluðu örlítið meiri framleiðslu miðað við sömu mánuði ársins 2022. Í janúar framleiddu íslenskur kúabændur 1,9% meira en í janúar 2022 og í febrúar nam munurinn 3,4%. Alls var framleiðslan í febrúarmánuði 11,9 milljónir lítra sem er 389 þúsund lítra meiri mjólk en í febrúar 2022. Innvigtun það sem af er ári 2023 er 24,1 milljónir lítra en á sama tímabili í fyrra vó innvigtunin 23,5 milljónir lítra. Innvigtun fyrstu tvo mánuði ársins hefur því aukist um 0,4% frá fyrra ári.