Beint í efni

Sálgæsla bænda í forgrunni

18.10.2022

Í dag tók Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við styrk frá styrktarsjóði geðheilbrigðis hjá Geðhjálp fyrir verkefnið Sálgæsla bænda – fræðsla og forvarnir. Styrkurinn verður nýttur til að vinna fræðslu og forvarnir bændum til handa. Myndbönd sem munu byggja á jafningafræðslu, þar sem bændur sem lent hafa í áföllum deila með öðrum sínum frásögnum og segja frá reynslu sinni og auk fræðslu frá sérfræðingum, til dæmis heimilislækni, sálfræðingi eða geðlækni. Gerð fræðsluefnisins verður unnin í samráði við notendur og Bændasamtökin ætla sér að vera í samstarfi við stofnanir og önnur samtök á þessu sviði. Við viljum vinna að forvörnum og aðstoða bændur og aðstandendur þeirra við að læra hvernig koma megi auga á vísbendingar um hrakandi andlega heilsu. Fræðslumyndbönd og efni verður aðgengilegt öllum þeim sem eru hluti af Bændasamtökum Íslands.