Beint í efni

Salan gengur vel

02.04.2013

Samkvæmt söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fyrir febrúar 2013 var 12 mánaða sala (mars 2012 –  febrúar 2013) á próteingrunni 115,6 milljónir lítra, en það er 1,5% aukning miðað við sama tímabil árið á undan. Sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði nam 114,6 milljónum lítra, sem er 2,0% aukning frá fyrra ári.
 
Það sem af er árinu nemur innvigtun mjólkur 20,5 milljónum lítra sem er 600 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem fengin er hjá SAM, byrjar árið 2013 með töluvert öðrum hætti en 2012 og verður afar fróðlegt að fylgjast með þróun innvigtunarinnar á komandi mánuðum/SS.