Salan á próteingrunni tæpar 114 milljónir lítra
30.08.2011
Undanfarna 12 mánuði er sala mjólkurafurða á próteingrunni 113.932.706 lítrar, á fitugrunni er salan 110.388.704 ltr. Aukning er í sölu á osti, rjóma og dufti, en samdráttur í sölu á drykkjarmjólk og skyri. Sala á viðbiti stendur í stað. Fjörmjólkin sker sig ánægjulega úr annarri drykkjarmjólk hvað söluþróun varðar, en í júlí sl. jókst salan á henni um tæp 18% m.v. sama mánuð í fyrra. Ástæða þessarar söluaukningar á fjörmjólk er sú, að í júlí kom hún á markað í nýjum umbúðum, með skrúfuðum tappa. Ástæða er til að íhuga hvort ekki sé ástæða til að pakka fleiri tegundum drykkjarmjólkur í slíkar umbúðir. Heildarinnlegg mjólkur undanfarna 12 mánuði er 122.081.463 lítrar/BHB