Beint í efni

Sala og framleiðsla á nautakjöti í maí

11.06.2009

Ágæt sala var á nautakjöti í nýliðnum maímánuði, alls 322,2 tonn. Það er 9,2% meira en í sama mánuði í fyrra. Heildarsala undanfarna 12 mánuði er þó lítillega minni en árið áður, nemur samdrátturinn 2,7%.

Skiptist salan þannig að 198,3 tonn seldust af ungnautakjöti, 118,3 tonn af kýrkjöti og 5,5 tonn af kálfakjöti.

 

Sem fyrr hélst framleiðsla og sala á nautakjöti alveg í hendur, framleiðsla mánaðarins var 321,5 tonn.

 

Yfirlit yfir kjötsölu og þróun hennar má sjá í töflunni hér að neðan. Gríðarleg söluaukning í hrossakjöti vekur athygli, sem og mikill samdráttur í kindakjötssölu.

 

Afurð Sala í maí 2009, tonn Breyting frá maí 2008 Sala síðustu 12 mánaða, tonn Breyting frá fyrra ári
Alifuglakjöt 633,6 -6,7% 7.100 -7,8%
Svínakjöt 510,7 -3,1% 6.700 7,1%
Kindakjöt 397,5 -40,4% 6.646 -3,4%
Nautakjöt 322,1 9,2% 3.623 -2,7%
Hrossakjöt 60,8 129,1% 722 13,7%