Beint í efni

Sala mjólkurvara gengur vel

19.07.2005

Samkvæmt nýju yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um sölu mjólkurvara í júní, varð heildaraukning í sölu mjólkurvara miðað við sama tíma í fyrra. Nemur heildaraukningin í sölu mjólkurvara á 12 mánaða tímabili 2,0%. Stærstu einstöku vöruflokkarnir sem skýra þennan góða árangur íslensks mjólkuriðnaðar síðustu 12 mánuði eru drykkjarskyr, rjómi, 17% og 26% feitir ostar og smjör, en mjög ánægjulegt er að sjá hve neysla á smjöri hefur aukist aftur jafnt og þétt eftir jafnt undanhald á fyrri árum.