Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sala mjólkurvara á próteingrunni góð í september

19.10.2010

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur mjólkurframleiðslan í ár verið töluvert minni en árið 2009. Innvigtun mjólkur í september, til afurðastöðva innan SAM, var t.a.m. 2,3% minni en í september í fyrra.

 

Samtals nemur samdráttur í innvigtuninni það sem af er þessu ári 1,6 milljónum lítra miðað við sama tímabil árið 2009. Heildarframleiðslan á árinu var í lok september komin í 95,1 milljónir lítra en á sama tíma árið 2009 var framleiðslan

komin í 96,7 milljónir lítra. Mismunurinn nemur 1,66%.

 

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig innvigtunin skiptist á milli mánaða í ár og árið 2009.

 

Mánuður 2010 2009 Mismunur Mism. %
Janúar 10.301.428 10.766.374 -464.946 -4,32
Febrúar 9.926.408 10.049.873 -123.465 -1,23
Mars 11.597.540 11.313.417 +284.123 +2,51
Apríl 10.903.302 11.253.031 -349.729 -3,11
Maí 11.348.595 11.455.207 -106.612 -0,93
Júní 11.189.096 11.584.468 -395.372 -3,41
Júlí 10.544.458 10.715.544 -171.086 -1,60
Ágúst 10.017.706 10.082.583 -64.877 -0,64
September 9.233.289 9.450.302 -217.013 -2,30
Október
Nóvember
Desember
SAMTALS 95.061.822 96.670.799 -1.608.977 -1,66

 

Sala mjólkurvara á innanlandsmarkaði undanfarna 12 mánuði eru 115,1 milljónir lítra á próteingrunni sem er samdráttur sem nemur -0,96% frá fyrri 12 mánuðunum, en jákvæðu tíðindin eru að salan í september var 2,3% meiri en í september í fyrra.

 

Salan á fitugrunni sl. 12 mánuði nam 111,1 milljónum lítra (+0,11%) en í september var salan á fitugrunni 1,6% minni en í september í fyrra.