Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sala beint frá býli vex ört í Danmörku

04.04.2007

Nýjar tölur frá Dansk Landbrug sýna að sala afurða beint frá býli (gårdbutik) er í örum vexti í Danmörku. Á sjö árum hefur þeim búum sem selja afurðir sínar beint til neytenda fjölgað um 83%, úr 663 árið 1998 í 1206 árið 2005. Það eru helst lítil bú sem stunda slíka sölu, 3,6% búa sem eru innan við 10 hektarar gera það, á meðan hlutfallið er 1,7% hjá búum sem eru yfir 100 hektarar.

Ástæða þessarar fjölgunar er að sífellt fleiri neytendur vilja kaupa vörur sem þeir vita nákvæmlega hvaðan eru upprunnar. Það er mat dönsku bændasamtakanna, að pláss sé fyrir talsvert fleiri býli sem selja afurðir sínar beint til neytenda og að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar.