Beint í efni

Sala á próteingrunni yfir 118 milljónir lítra

25.11.2008

Óvenjugóð sala var á mjólkurvörum í októbermánuði. Þó skal geta þess að nokkuð var um hömstrun í lok mánaðarins, vegna hækkunar 1. nóvember sl. Á ársgrundvelli er sala á próteingrunni 118,2 milljónir lítra, það er aukning um 3,3% frá fyrra ári. Sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði er 112,9 milljónir lítra. Aukning í fitusölu er 4,5% frá fyrra ári. Innvegin mjólk síðastliðna 12 mánuði er 125.769.351 lítrar.

Sem fyrr er mest söluaukning í ostum, 6,7% á undanförnu ári. Viðbit er með 5% aukningu. Mest minnkun er í jógúrtflokknum, 7,8%. Mjólkurflokkurinn er með 1,4% aukningu.