Beint í efni

Sala á próteingrunni 117,7 milljónir lítra

21.05.2010

Sala mjólkurvara á innanlandsmarkaði undanfarna 12 mánuði er 117,7 milljónir lítra á próteingrunni (+1,03%) og 115,6 milljónir lítra á fitugrunni (+2,53%). Sala í apríl sl. var ívið minni en í sama mánuði í fyrra, líkast til vegna þess að í ár lendir páskasalan að talsverðu leyti í síðustu viku marsmánaðar.  

Innvegin mjólk síðustu 12 mánuði er 124,9 milljónir lítra, sem er 1,1% samdráttur.